Skip to content

The White House

Luxurious private villa

  • #4 (no title)
  • Um okkur
  • Aðstaðan
  • Hvert skal fara
  • Hafið samband
  • Umsagnir
  • Sumarbúðir
  • Fréttir

Um okkur

Verið velkomin á heimili okkar.

Við erum staðsett í Reykholti, Biskupstungum. Stutt er í alla þjónustu eins og verslun, sund, veitingastaði og heilsugæslan í Laugarási er í um 13 km fjarlægð. Við byggðum húsið okkar árið 2006. Þá voru börnin ung og gott að hafa rúmgott í kringum sig. En börnin vaxa hratt úr grasi og eftir stöndum við reynslunni ríkari með allt þetta pláss. Við fengum þá hugmynd árið 2014 að leigja húsið okkar til þeirra sem vildu ferðast um landið okkar og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Húsið er tilvalið fyrir hópa, fjölskyldu og vini sem bækistöð meðan ferðast er um Gullna hringinn, um Suðurlandið eða upp í Þjórsárdal og Landmannalaugar. Heiti potturinn er alger paradís að loknum löngum ferðadegi.

Við vonum svo sannarlega að þið njótið dvalarinnar. Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Netfangið er aglak@simnet.is

Hvar erum við

Við erum í Reykholti, Biskupstungum 806 Selfoss

Um okkur

Við hjónin, Karl Jóhann og Agla Þyri byggðum húsið okkar 2006. Agla er kennari og Kalli er neonljósasmiður. Við eigum fjögur börn og eru þrjú þeirra uppkomin. Við ákváðum að breyta heimili okkar í gistihúsþegar börnin uxu úr grasi. Hér er einmuna veðurblíða og ótrúleg náttúra allt um kring

https://vimeo.com/240648730?loop=0

Contact information

Telephone: (354) 6607866
Email: aglak@simnet.is

Bjarkarbraut 19 , Reykholt
806 Selfoss

Iceland

Follow Us

  • Facebook
  • Instagram