Geysir er líklega frægasti goshver í heimi. Hann hefur lítíð látið fara fyrir sér undanfarin ár. En sem betur fer er Strokkur mjög virkur og má sjá hann gjósa á um 6 mínútna fresti. Það er heldur betur sjónarspil og börn jafnt sem fullorðnir elska að sjá kraftinn sem býr í vatninu.