Sumarbúðir

Við byrjum sumarið með námskeiðum fyrir stúlkur, Stoltar stelpur fæddar 2007-2009. Fyrsta námskeið hefst laugardaginn 13. júní. Skráningar hafnar

Námskeiðið Stoltar stelpur, 10 – 12 ára verður í júní. Námskeiðið er 5 daga dvöl fyrir stelpur. Í boði er listanámskeið, göngur og hreyfing, sund, ferð í Slakka, heilbrigðisfræðsla, sjálfsstyrking og kvöldvökur. Við syngjum við varðeld, segjum sögur, hirðum um hænur, hesta, hund og ketti. Allar stelpur hjálpast að við matargerð, undirbúning og frágang og læra um leið um næringu í mat og mikilvægi þess að borða hollan og góðan mat.

Stoltar stelpur, fæddar 2007-2009 13. – 18. júní Nokkur laus pláss

Stoltar stelpur fæddar 2007-2009 19. – 24. júní FULLT

Athugið að símar/ipadar/snjalltæki eru ekki leyfð nema síðasta daginn.

Verð fyrir hvert tímabil er 53.900. 15% systra afsláttur.