Verið velkomin á heimili okkar í Tungunum
Heimili okkar býður fjölskyldur með hunda velkomna. Gott útisvæði fyrir stærri hunda. Við erum með 6 hjónaherbergi og 6 baðherbergi. Svefnsófi í einu herbergi svo alls er svefnpláss fyrir 14 manns.
Aðstaðan
Húsið er um 270 fm á tveimur hæðum. Bílastæðið er hellulagt og pláss fyrir allt að 7 bíla í stæðinu. Forstofan er mjög rúmgóð og inn af henni er 20 fm herbergi, baðherbergi og stofa og eldhús. Úr eldhúsi er gengið inn í þvottahús með þvottavél og þurrkara. Þaðan má ganga út í garð. Úr stofunni er gengið út á verönd, um 120 fm með 12 manna heitum potti. Á annarri hæð eru 5 rúmgóð herbergi. Fjögur þeirra eru með lítið baðherbergi innaf herberginu. Svalir sem vísa í átt að Heklu með útsýni yfir garðinn. Frítt Wifi í öllu húsinu og garðinum. Stór flatskjár í stofu, með aðgang að Stöð 2 og heilmiklu barnaefni. Mög stór garður með trampolíni (ath. ekki öryggisnet). Stutt í frábæra þjónustu eins og Friðheima, sundlaugina, búðina, Slakka, Geysi, Gullfoss, Efsta Dal, Flúðir og fleiri frábæra staði.
